Almennt
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og
þjónustu Kokteil Kistunnar til viðskiptavina.
Með því að panta hjá okkur
samþykkir kaupandi þessa skilmála án undantekninga.
Aldurstakmark
Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 20 ára aldri
til þess að geta keypt vörur.
Við áskiljum okkur rétt að krefjast
auðkenningar (t.d. ökuskírteini eða vegabréf) til að staðfesta aldur við
afhendingu eða móttöku pantana.
Pöntun og staðfesting
Viðskiptavinur þarf að fylla út allar
nauðsynlegar upplýsingar til að pöntun verður tekin í gildi.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að allar
upplýsingar séu réttar.
Eftir að pöntun er lögð inn fær
viðskiptavinur staðfestingu í tölvupósti sem inniheldur upplýsingar um
pöntunina, þar með talið, pöntunarnúmer, upplýsingar um pöntun og heildarverð.
Við áskiljum okkur rétt til að afturkalla
pöntun ef einhver vandamál koma upp, svo sem:
Greiðsla gengur ekki í gegn.
Vörur ekki til á lager.
Ef við höfum ástæðu til að ætla að pöntun sé
gerð í því skyni að brjóta lög um áfengisneyslu á Íslandi.
Verð
Verð á vörum eru í íslenskum krónu, (ISK) og
geta breyst án fyrirvara. Hinsvegar verður verð sem staðfest er á
pöntunartímabili ekki breytt eftir staðfestingu pöntunar.
Afhending og sendingarkostnaður
Allar vörur sem eru til sölu í vefverslun eru
á lager á Íslandi.
Pantanir eru afgreiddar og sendar af stað
innan 1-3 virkra daga.
Sendingarkostnaður er á ábyrgð kaupanda nema
um annað hafi verið samið.
Við berum ekki ábyrgð á töfum í afhendingu
sem stafa á flutningsaðilum.
Ef óskað er eftir að sækja vöru berst póstur
um að vara sé tilbúin.
Vara er sótt á Árskógssand og sýna þarf fram
á pöntunarúmer.
Greiðsluskilmálar
Greiðsla á kokteilöskjum fer fram í gegnum
millifærslu.
kt. 290790 - 2719
0511 - 26 – 040041
Sending er ekki afgreidd nema greiðsla hafi
borist.
Hægt er að senda reikning ef þess er óskað,
með greiðslu innan 15 daga frá útgáfu reiknings nema um annað hafi verið samið.
Skil og vöruskemmdir
Ef vörur eru skemmdar við afhendingu skal það
tilkynnt til Kokteil Kistunnar innan við 48 klst frá móttöku. Við munum þá meta
skemmdir og bjóða endurgreiðslu eða senda nýjar vörur.
Skil á vörum eru ekki leyfð nema um galla sé
að ræða.
Ábyrgð
Við ábyrgjumst að vörurnar okkar standist þá
lýsingu og gæði sem upp er gefin.
Við áskiljum okkur rétt á að breyta um
vörumerki á ákveðnum drykkjum.
Við berum enga ábyrgð á tjóni sem verður
vegna rangrar meðhöndlunar á gjafaöskjum eða vegna áfengisneyslu sem er tengd
vörum í gjafaöskjum.
Við berum enga ábyrgð á áhrifum sem
áfengisneysla kann að hafa á heilsu neytenda, þar með talin ölvun, veikindi eða
annar skaði. Neysla er á ábyrgð neytendans.
Persónuvernd.
Kokteil Kistan fer með allar upplýsingar um
viðskiptavini sem trúnaðarmál.
Vörumerki
Allt efni á heimasíðu okkar og
samfélagsmiðlum er okkar eign eða samstarfsaðila okkar og er ekki leyfilegt að
nota þau án skriflegs samþykkis.
Áfengi og ábyrgð neysla.
Ef gjafaaskjan inniheldur áfengi er
viðskiptavinum ráðlagt að neyta áfengis á ábyrgan hátt.
Upplýsingar
Email: kokteilkistan@gmail.com
Kennitala: 290790-2719
Virðisskattsnúmer: 153859